Mannanöfn
Ég er að brjóta heilann um mannanöfn.
Skyldu atburðir dagsins í dag hafa áhrif á nafngiftir?
Ætli nöfn eins Davíð, Björgúlfur og fleiri nöfn sem kalla fram reiði hjá núlifandi Íslendingum lifi áfram?
Ef maður lítur fyrst til postulanna 12, þá lifa nöfn þeirra góðu lífi nema nafn Júdasar. Ætli nokkur maður í heiminum beri það nafn?
Mörður kemur ekki fram sem mannsnafn í manntölum fram til 1950. Ætli Mörður Árnason sé ekki fyrsti maður sem ber þetta nafn frá því á sögutíma Íslendingasagna?
Jón Thoroddsen gerði næstum útaf við nafnið Gróa með sköpun persónunnar Gróu á Leiti.
Hvað um það. Það er fallegt veður á Egilsstöðum og ég nota daginn til að taka til í bílskúrnum og breyta honum í partýpleis. Það styttist í fimmtugsafmælið mitt og það er eins gott að Skógarkotið verði komið í veislubúninginn á réttum tíma.