16 mars 2009

Mín ástkæra heimabyggð

Það var vor í lofti þegar ég kom heim úr vinnunni í dag.
Ég ákvað að spássera um bæinn, fara fótgangandi niður á spítala og þaðan niður í Bónus að versla til heimilisins.
Elsku bærinn mínn. Egilsstaðir árið 2009. Mishæðótt malargatan frá sjúkrahúsinu, karamellulitaðir pollar af ýmsum stærðum, hálfbyggt stórhýsi í hjarta bæjarinns. Hvað þetta minnti mig allt á bernskuárin í Kópavogi.
Ég andaði að mér fersku vorloftinu. En hvað allt er dásamlegt. Ryoal búðingurinn í sömu umbúðum og á 7. áratugnum, sama má segja um þunna norska hrökkbrauðið. Allt eins fyrir 40 árum.
Í dag krækti ég reyndar fyrir pollana í stað þess að hoppa ofan í þá.

|