19 október 2005

Metangas

Ég held það sé verið að svæla burtu íbúa Egilsstaða.
Í dag er 3. dagurinn í röð sem upp gýs þessi ótrúlegi fnykur af Egilsstaðatúninu. Þurfa svona áburðardreifingar ekki að fara í umhverfismat? Er eitthvað saman við þetta gums úr haughúsinu?
Ef farfuglarnir hafa ekki allir verið flognir til sinna vetrarheimkynna þá hafa þeir örugglega drifið sig suður á bóginn í gær.
Ég bið Guð að gefa að áburðardreifingunni sé lokið eða að hann fari að snúast í austanátt.

|