30 desember 2005

Minning

Í dag var til grafar borin í Hafnarfjarðarkirkjugarði
systurdóttir Finns, Margrét Jónsdóttir, fædd 31. mars 1981, dáin 21. desember 2005.
Margrét er sú æðrulausasta manneskja sem ég hef þekkt og þrátt fyrir sinn unga aldur tók hún lífinu, veikindum sínum og dauða af yfirveguðu hugrekki.
Hún skilur eftir sig spor í sálum vina sinna og vandamanna. Hún kenndi okkur svo margt um lífið og tilveruna og í öllu hennar mótlæti hafði hún mestar áhyggjur af því hvernig hennar nánustu myndi reiða af en ekki henni sjálfri.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Margréti og ég votta öllum ástvinum hennar djúprar samúðar.

|