06 júlí 2006

Svei mér þá ...

... ætli ég neyðist til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn framvegis?
Sturla Böðvarsson er sko minn maður eftir þessa ræðu í tilefni af því að Íslendingar hafa séð um Reykjavíkurflugvöll í 60 ár.
Hvernig væri nú að fara að koma upp mannsæmandi húsakynnum fyrir innanlandsflugið, biðsal með hreinum sætum, kaffiteríu sem selur drykkjarhæft kaffi og fyrir framan húsið væri gott að fá bílastæði sem rúmar meira en 10 bíla.

|