10 maí 2007

Ég trúi á engla

Ég hitti einn á msn í morgun.
Ég hef haft það á tilfinningu síðustu dagana að ég væri búin á batteríinu. Svo í morgun þá sendi Gréta Aðalsteins mér skilaboð á msn um að hún myndi koma eftir vinnu og hjápa mér að klára að moka út áður en hreingerningaflokkurinn mætti á staðinn.
Þó Gréta hefði ekki gert neitt annað en að koma og halda mér selskap þá hefði það gert gagn, en hún lét ekki þar við sitja, hún henti draslinu hægri, vinstri í ruslið svo nú er þetta alveg að verða búið. Það fór reyndar eitthvað í kassa og út í gám.
Þetta er alveg rétt að hafast og gámurinn fer upp í Skógarkot á morgun.

|