24 maí 2007

Lítil maístjarna

Hún var rétt í þessu að skjótast í heiminn.
Frumburður Önnu Maríu og Benna. 10. afkomandi Þórhalls bróður og Guðlaugar, 40. afkomandi pabba og mömmu.
Hún var búin að láta bíða svolítið eftir sér, átti að koma fyrir viku síðan, en allt hefur sinn tíma.
Ég bið Guð og gæfuna að fylgja Önnu Maríu og fjölskyldu.
Nú er ég orðin afasystir 16 barna og það 17. er á leiðinni þegar líður á sumarið.

|