14 desember 2007

Konan með brennda brjóstið

Ég er með eindæmum mikill hrakfallabálkur.
Alla vega á sumum sviðum.
Nú geng ég um með brunasár á öðru brjósinu. Og hvernig skyldi það nú hafa komið til. Jú, Gréta,Fúsi og Maggi komu og borðuðu með mér eitt kvöldið og þó svo að Gréta sé hætt að drekka kaffi, þá náttúrulega lagaði ég kaffi handa herrunum eftir matinn.
Þetta átti að vera gott pressukönnukaffi en mér gekk illa að ýta síunni niður svo ég ætlaði að beita mínum kvenlega þunga á könnuna en eitthvað misreiknaði ég heildarþungann og ekki tókst betur til en svo að allt gusaðist út um allt og aðallega á hægra brjóstið á mér.
Þetta er nú svo sem ekki það versta sem ég hef gert sjálfri mér um æfina, það var t.d. verra þegar ég var að setjast inn í bíl og gleymdi að hafa hausinn með inn áður en ég skellti hurðinni, það var vont.

|