05 janúar 2008

Hvað á barnið að heita?

Rúsína er ekki nógu gott nafn.
Ég er alveg í vandræðum með hvað litla kisa á að heita. Eins gott að það gekk ekki svona með dætur mínar. Maður getur ekki skipt um skoðun eftir að búið er að gefa barni nafn.
Annað mál með kettling.
Rúsína er bara gæluyrði sem ég nota alveg jafnt um Kolgrímu. Auk þess finnst mér að Kolgríma og Rúsína passi ekkert vel saman.
Nú þarf ég að finna betra nafn og bið ykkur um aðstoð. Ég hef látið mér detta í hug Matthildur eða Kolfinna og Gréta stakk upp á að hún héti Branda.
Litla kisa er afskaplega fjörug, geðgóð, kelin og mikill malari. Hún er grábröndótt í hvítum sokkum, með hvítan mallakút og hvíta bringu.
Jæja, allir að finna nafn handa kisu. Í verðlaun eru kósýheit parexelans í Skógarkoti. Hugguleg kvöldstund með okkur tríóinu hér. Alveg rétt, það er búið að tengja kamínuna svo nú get ég farið að höggva niður litla jólatréð mitt og kveikja upp í kamínunni.

|