24 apríl 2008

Blessuð sólin elskar allt

allt með kossi vekur.
Hún hefur ekki látið sjá sig á Egilsstöðum það sem af er sumri og við Klófríður og Kolgríma liggjum bara í leti og hlustum á tónlist.
Þær eru búnar að fara út að leika sér en ég ætla að hafa náttfatadag fram að hádegi, kíkja í bók og sötra kaffi.
Ég er að lesa Karítas, óreiða á striga. Góð bók sem Nína lánaði mér.
Í gær lenti ég í árekstri svo Súbbi minn þarf að fá tíma í viðgerð og svo snéri ég öllu við í stofunni hér í Skógakoti í gærkvöldi. Ég held ég sé búin að finna út hvernig húsgögnin fara best. En ég verð í nokkrar vikur að ákveða hvort svo sé.
Lífið er afskaplega ljúft og ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars.

|