Pop up í tölvunni
Það poppar alltaf upp eitthvað furðulegt í tölvunni.
Þegar ég er að vafra um netið kemur æði oft upp gluggi sem í stendur eitthvað á þessa leið "Til hamingju, þú ert gestur nr. 1.234.445.557 og hefur unnið helling af peningum. Þetta er ekki grín. Smelltu hér."
Ég væri sennilega orðin margmúltimilli ef ég hefði svarað þessu öllu og það væri eitthvað að marka þetta.
Nýlega er farinn að poppa upp gluggi þar sem boðið er upp á þátttöku í happdrætti um græna kortið í USA. Ætli það sé múgur og margmenni sem býður eftir að eignast þetta græna kort? Ég hef alla vega ekki áhuga á þessu græna korti, ég er alveg sátt við að búa á Íslandi.
Eins og það virðst vera auðvelt að vinna í einhverju nethappdrætti sem maður hefur ekkert beðið um að fá að vera með í, þá furða ég mig á því að það er eiginlega aldrei sem það kemur fyrir að það sé haft samband við mig frá SÍBS eða Happdrætti Háskólans. Samt spila ég í þessum happdrættum og borga skilvíslega miðana mína.
Ég fatta þetta ekki alveg, enda er mér svo sem slétt sama.