22 ágúst 2008

Sumarfrí á enda runnið

Þá er síðasti sumarleyfisdagurinn runninn upp.
Reyndar fæ ég mánudaginn líka af því að ég var kölluð til vinnu sl. þriðjudag.
Fannar og Magnús Atli mættu í bröns til okkar Önnu Berglindar, Nonna og Magga. Það var afskaplega ljúft.
Núna eru Maggi og Nonni á fullri vinnu hjá mér. Búnir að setja upp tvær langar spýtur á bílskúrsveggina. Ég var búin að festa helling af krókum á spýturnar svo nú get ég hengt upp allt sem mig langar án þess að þurfa að grenja út borun í þessa þykku steinveggi.
Núna eru þeir kappar úti í garði að steypa niður snúrustaurinn minn.
Í mínum augum eru þeir ekki minni hetjur en handboltalandsliðið. Það er alveg frábært hvað þessir handboltastrákar standa sig vel. Ég hef ekkert verið að horfa á leikina, ég veit að ég myndi yfirspennast. Sama ástæða liggur að baki því að ég vil ekki læra suduko, ég veit að ég yrði alveg húkt á því.
En, til hamingju Ísland! Þó við fáum ekki gullið þá er þetta alveg stórkostlegur árangur. Svo þykir mér líka silfur fallegra en gull.

|