26 október 2008

Ilmur

Í fyrradag eldaði ég siginn fisk.
Reyndar eldaði ég hann úti í bílskúr, ég vildi ekki að lyktin myndi loða við allt í húsinu.
Í dag eldaði ég svið. Mér þykja þau rosalega góð með rófum og kartöflustöppu.
Ég þurfti að bregað mér af bæ. Þegar ég kom heim aftur fann ég sérstaka lykt í húsinu. Þetta er lyktin sem var á bernskuheimili mínu og minnir mig á áhyggjulausa æskudaga. Lyktin sem minnir mig á að ég er Íslendingur.
Ljúfsár ilmur.

|