22 mars 2009

Þar kom að því.

Ekki hef ég nú mikinn áhuga á fótbolta.
Hópur fullorðinna karlmanna hlaupandi um túnið og reyna að ná völdum yfir einum bolta. Missa sig alveg ef boltinn hafnar í markinu, hoppa hver upp á annan, faðmast og veltast um í einni kös í grasinu.
Fjöldi manna á áhorfendapöllum á vellinum eða við sjónvarpið heima í stofu á barmi taugaáfalls við að fylgjast með ferð boltans um völlinn.
Frekar undarleg hegðun.
Þess vegna fylgist ég afskaplega lítið með því hvað gerist í heimi fótboltamanna. Auðvitað kemst maður ekki hjá því að meðtaka eitthvað af boltafréttum. Í dag rakst ég á frétt sem gladdi mig. Ísland 1 mark - Færeyjar 2 mörk.

|