18 október 2005

Rjúpur

Jæja, þá er tími hinna týndu rjúpnaskyttna hafinn.
Svo er það spurningin um hvort maður hefur rjúpur á jólunum eður ei. Þessi tvenn rjúpnalausu jól voru alveg ljómandi fín og ég held ég nenni ekki að standa í að reita rjúpur oftar. Þetta er allt of mikil vinna fyrir lítinn mat, að vísu rosalega góðan mat.
Hvað er maður að velta sér upp úr því hvað á að borða á aðfangadag? Í hitteðfyrra var ég með hreindýr, það var mjög gott en ég hafði lambalæri í fyrra og ég ætla að hafa það þessi jól - lambalæri klikkar aldrei. Svo auðvitað humar handa frumburðinum sem borðar ekki kjöt.
Um tíma leit út fyrir að ég yrði ein með kisu um jólin. Dæturnar ætluðu báðar að vera í útlöndum. Nú er staðan hins vegar sú að það verða fullar heimtur hjá mér um jólin og ég fæ báðar dæturnar og báða tengdasynina heim. Þið sem voruð búin að sjá aumur á mér og bjóða mér til ykkar á jólunum getið því andað léttar, við Kolgríma verðum heima hjá okkur.
Það er ljúft til þess að hugsa að fá alla krakkana heim í kotið.

|