27 maí 2007

Sagan af Rómeó og Júlíu

Kötturinn Garpur stendur stundum framan við húsið
þar sem við Kolgríma höldum til þessa dagana. En hann fær ekki að koma inn.
Ég fæ sting í hjartað að horfa á þessa elsku þar sem hann mænir með sínum fallegu augum inn um gluggann og skilur ekkert í því að ég skuli ekki bjóða honum í bæinn.
Í dag sat hann við garðdyrnar og Kolgríma lá í stofuglugganum. Þau horfðu hvort á annað og ég fékk næstum tár í augun að sjá til þeirra, ég hélt að þau væru svona leið yfir að fá ekki að hittast.
Ég lét Kolgrímu út á stigapallinn en hún gerði sér lítið fyrir og lamdi Garp í hausinn og dreif sig svo inn aftur þegar Garpur skrunaði niður í garðinn.
Ástin er óskiljanleg á köflum.

|