20 ágúst 2008

Heima í fríinu

Þá er sumarfríið alveg að verða búið.
Ég var búin að ráðgera að vera sem allra mest heima í Skógarkoti í sumarfríinu en ég hef haft svo mikið að gera við að skemmta mér að ég hef eiginlega ekkert mátt vera að því að vera heima.
Ég hef verið marga daga á fjöllum með Magga. Fór hringinn um landið með Nínu. Á morgun förum við Maggi til Akureyrar. Á laugardaginn fer ég suður í Kópavog og fagna fimmtugsafmæli minnar gömlu góðu vinkonu Önnu Stellu Snorradóttur.
Nú og svo er það bara vinnan eftir helgi. Ég gæti vel hugsað mér eina viku í viðbót til að koma einhverju í verk hér á heimilinu - en þetta hefur verið yndislegt frí.
Núna er ég að sjóða stóran pott, fullan af saltkjöti og baunum. Það verður margmennt hjá mér við matarborðið í kvöld. Maggi kemur af fjöllum, Anna Berglind og Nonni koma aftur austur, Fannar og Lilja koma með Magnús Atla og svo ætlar Anna systir að borða með okkur.
Það verður kátt í kotinu í kvöld.
En svona þar fyrir utan, þó ég hafi lítinn áhuga boltaíþróttum, þá er gaman hvað handboltalandsliðinu gengur vel á Olympiuleikunum.

|