19 janúar 2009

Mótmælafundurinn í Tjarnargarðinum

... var vel heppnaður.
Ræðumenn voru fínir og Ingunn Snædal hélt frábæra ræðu. Fundarmenn létu hundslappadrífu ekki á sig fá og frummælendur létu það ekki trufla sig þótt snjór settist á blöðin þeirra, hann var bara dustaður af.
Í lok fundarins kom fram að það yrði fundur næsta laugardag - ég vona að menn mæti þótt þeir verði kannski svolítið slappir eftir þorrablót. Næsta föstudag er bóndadagur og þar með hefst þorrablótsvertíðin á Fljótsdalshéraði.


|