11 ágúst 2008

Bíbí og sveppur

Við Gréta Aðalsteins fórum í sveppamó í dag.
Fórum innst inn í Hallormsstaðaskóg og fundum einn svepp. En það gerði ekkert til þótt við finndum ekki fleiri því við fórum bara með teppi, kaffi og nesti í lautarferð í Atlavík í staðinn. Gréta sá fyrir sér næg verkefni fyrir tengdamóður sína og er að ráðgera að planta henni í hrútaberjalyngið í skóginum í haust þegar hún verður búin að hreinsa allt kræki- og bláberjalyngið hérna útfrá.
Ég hafði það svo loksins af að klára Bíbí í dag. Mér er alveg fyrirmunað að skilja fyrir hvað þessi bók var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007. Hvorki stíllinn né sagan sjálf finnst mér kalla á verðlaunaveitingar.

|