Þrefallt húrra
Húrra fyrir Nínu, húrra fyrir Þórveigu og húrra fyrir mér.
Ég sem sagt mætti loksins í ræktina í morgun, eftir eins og hálfsmánaðar hlé. Ég er búin að hafa ótal afsakanir. Það voru að koma jól, jólin voru komin, það komu áramót, það kom nýtt ár, Nína var í þorrablótsnefnd svo ég gat ekki mætt, það var þorrablót o.s.frv.
Þórveigu þótti afsökunin "Nína er í þorrablótsnefnd" ekki löggilt afsökun til að skrópa í spinning, sérstaklega ekki eftir að Nína var sjálf mætt en ekki ég.
Hitti Þórveigu í Bónus á laugardaginn og fékk heiftarlegt samviskubit. Nína tók af skarið og lét skrá mig í spinning í morgun. Þetta eru nefnilega svo gríðarlega vinsælir tímar að maður verður að skrá sig, annars fær maður ekki hjól.
Ég var búin að heyra margar sögur af nýjum konum sem væru búnar að stela hjólunum okkar Nínu og plássinu okkar á gólfinu en svo voru þessar nýju konur bara félagar í Gleðikvennafélagi Vallahrepps og einhverra hluta vegna fengum við Nína plássin okkar sem við höfum haft í rúmt ár. Þorir sennilega enginn að vera þarna þegar við mætum á svæðið.
Nema hvað í tilefni af endurkomu minni var sérstaklega leikið lagið I'm a barbie girl, sem er helgað okkur Nínu í spinningtímunum af því að við erum af barbie-árgerðinni.
Merkilegt hvað hundleiðinleg lög eru æðisleg þegar maður situr á spinninghjóli kl. 6.30 á morgnanna, eins og Ruslana t.d. alveg magnað spinninglag.
En svona í tilefni af því að við barbie-stúlkurnar erum báðar mættar í spinning þá læt ég fylgja hér þennan heimspekilega texta (bara byrjunina) á hinu gríðarlega tónverki I'm a barbie girl. Gjörið þið svo vel: