Löng helgi framundan
Gott að 1. maí lenti á föstudegi.
Apríl er búinn að vera mjög hagstæður fyrir okkur launþega, fullur af lögboðnum frídögum.
Það er auðvitað gott að hafa vinnu og það er eitthvað sem maður má víst þakka fyrir að hafa í dag. En það er líka voðalega gott að eiga frí og geta sinnt áhugamálum.
Á morgun vonast ég til að geta tekið til í garðinum og nánasta umhverfi. Skógarrjóðrið sem ég tók í fóstur hér neðan við húsið mitt er fullt af rusli eftir veturinn og þar þarf að taka til hendinni.
Það eru engin 1. maí hátíðahöld á Egilsstöðum svo það er upplagt að nota daginn í vorverkin í garðinum.
Svo verður stefnan tekin á Húsavík á sunnudag og Akureyri á mánudag.
Góðir dagar í vændum.