29 mars 2007

Heitt bað og húsnæði

Þá er ég komin til Íslands.
Flugið heim tók fimm og hálfan tíma. Það var töluverð umferð á leiðinni, við mættum í það minnsta 5 þotum sem voru á leið vestur um haf. Ég sá tvö fragtskip sem sigldu í átt til Norðurlandann og rétt undan 200 mílna mörkunum voru í það minnsta 10 skip að veiðum.
Ég er búin að liggja í heitu, góðu og lítið menguðu vatni sem er hreinn unaður. Það er auðvitað alltaf smá hverailmur af Reykjavíkurvatninu og það er ekki fyrr en ég kemst í Egilsstaði sem ég fæ að baða mig í mínu heimavatni, sem skv. minni skynjun er ómengað vatn. En þið vitið að hverjum finnst sinn fugl fagur.
Svo er ég búin að ganga frá húsnæðismálum okkar Kolgrímu frá 15. maí og fram til 1. ágúst. Við ætlum að búa á Hallormsstað í sumar. Bara að hún Kolgríma mín taki ekki upp á því að týnast í skóginum, þá verður þjóðarsorg hjá mér.
Það gerðist svolítið undarlegt í gærkvöldi. Við Skúli og Tóta vorum á kvöldgöngu, sólin var rétt búin að setjast og tunglið nánast beint yfir hausunum okkar. Ein og ein stjarna var að kvikna. Ég stóð við búðarglugga og var að virða fyrir mér eitthvað glingur þegar allt í einu heyrðust kunnuglegir tónar. Ég varð að sperra eyrun því ég trúði ekki að ég væri að heyra rétt, en jú, þetta var þjóðsöngurinn okkar. Á kaffihúsi þarna alveg við var stór sjónvarpsskjár og það var að hefjast landsleikur Spánverja og Íslendinga.
Þetta var óneitanlega svolítið sérstök stund.

|

28 mars 2007

Hugad ad heimferd

Tá er tessu strandlífi ad ljúka.
Eftir sólarhring verd ég komin heim til Íslands.
Ég er alveg ákvedin í ad koma hingad ad ári, tó ég verdi ein á ferd. Tad er ekkert mál ad vera hér einn á ferd, tetta er svo rólegt hverfi.
Tad togast á í mér tilhlokkunin ad koma heim og longun til ad vera hér obbolítid lengur. En tetta er ordid gott í bili.
Ég hefdi samt vilja vera í Reykjavík í kvold en í Grensáskirkju verda haldnir minningartónleikar um hana Margréti heitina Jónsdóttur. Tessi elska hefdi ordid 26 ára naesta sunnudag ef henni hefdi enst aldur til.
Ég verd med ykkur í huganum Pálína, Jón og tid oll. Ég veit ad tetta verdur fallegt kvold.
Tad var einmitt í marsmánudi fyrir morgum árum ad hún Anna á Gunnlaugsstodum fór sudur ad passa taer systur Vilhelmínu og Margréti af tví ad Pálína og Jón brugdu sér til útlanda. Sólin var farin ad haekka á lofti og kominn sá tími sem íslenskar húsmaedur fórna hondum yfir óhreinindunum sem koma í ljós á heimilunum.
Taer systur sátu inni í stofu og voru ad spila tegar amma teirra kom inn og sagdi "óttalega er mikid ryk hér". Tá sagdi Margrét med sinni stóísku ró "Já, amma, veistu tad er svo skrýtid ad tegar sólin skín, tá kemur svo mikid ryk."
Tetta er eitt af gullkornunum sem ég hugga mig vid tegar mér finnst ég ekki vera nógu myndarleg húsmódir, tetta er ekki mér ad kenna, tad er sólinni ad kenna.
Hlakka til ad koma heim og sjá ykkur sem flest.

|

26 mars 2007

Úr sólinni

Tá eru bara tveir dagar eftir hér á Tenerife.
Ég steyptist út í exemi og vard ad halda mig í skugga um helgina. Ég er ordin gód af tvi og gat látid sólina baka mig í dag. Ég er svo sem ordin alveg nógu mikid bokud.
Á morgun forum vid í fjallaferd. Hér fyrir ofan er haesta fjall Spánverja og tangad er ferdinni heitid. Vid forum bara í rútu langleidina upp og ef menn vilja komast haerra en vegurinn naer er haegt ad fara áfram upp í kláfferju. En tad veit Gud ad tó ég yrdi klipin med glóandi tongum og settar á mig tumalskrúfur tá tek ég mér ekki ferd med svoleidis samgongutaeki.
Svo er bara einn dagur eftir til ad slaepast á strondinni og í raudabítid á fimmtudaginn holdum vid heim á leid.
Satt ad segja hlakka ég til ad koma heim. Knúsa Kolgrímu mína, kíkja á Skógarkotid sem ég veit ad er komid undir tak og svo hlakka ég rosalega mikid til ad fara í bad í íslensku vatni. Vatni sem hvorki inniheldur klór né salt.
En ég er samt ákvedin í ad koma hingad aftur naesta vetur. Teir sem hafa áhuga á ad koma med mér skrái sig hér á kommentin eda sendi mér póst á latagreta@hotmail.com
Gódar stundir.

|

25 mars 2007

Hvernig stofna skal til kynna vid karlmann

Ég hef laert eitt og annad nytsamt hér á sólarstrond.
Í gaerkvoldi laerdi ég t.d. hvernig stofna skal til kynna vid karlmann. Mjog gagnlegt fyrir konu í minni hjúskaparstodu.
Vid fórum á kabarettskemmtun sem haldin var undir 4 rétta kvoldverdi. Ég sat vid enda bords og á naesta bordi til hlidar vid mig, sem var 8 manna bord, sátu trenn íslensk hjón. Stólarnir á endanum naest mér voru audir.
Tegar búid var ad snaeda tvo rétti tá kemur bresk kona og tyllir sér á stól tarna hjá hjónunum og tad leit bara út fyrir ad hún hefdi fengid saeti sem ekki vaeri gott útsýni yfir á svidid frá. Alla vega virtist athygli hennar oll vera á svidinu og hún snéri baki í tá sem vid bordid sátu.
Skyndilega kallar hún á tjón, réttir honum myndavélina sína og bidur hann ad taka mynd. Í tví snýr hún sér í saetinu og hallar sér upp ad herramanninum í saetinu vid hlidina á sér.
Ad myndatoku lokinni snýr hún sér aftur ad svidinu og nýtur sýningarinnar. Satt ad segja held ég ad gamall sjóari hefdi verid kvenlegri í tessum kjol sem frúin var í, alla vega kunni hún ekki ad stadsetja faetur sínar innan í pilsinu.
Eftir tví sem leid á kvoldid snéri hún meira og meir ad herramanninum vid hlidina á sér og undir lokin var hún farin ad skála í raudvíni teirra hjóna.
Ef ég nota tessa adferd tá myndi ég reyna ad finna út karlmann sem ekki vaeri í fylgd konu.
Annars er ég búin ad finna góda adferd til ad verda mér út um karlkyns ferdafélaga hingad naesta vetur. Kynni tá hugmynd e.t.v. sídar.

|

23 mars 2007

Á sjó

Í gaer munstrudum vid okkur á bát sem átti ad leggja úr hofn kl. 13.30.
Ég vard fyrir smá vonbrigdum tegar í ljós kom ad tetta var bara venjulegur skemmtibátur tví ég hafdi gert mér í hugarlund sjóraeningjaskip eins og var á auglýsingabaeklingnum.
Lét tetta samt ekkert á mig fá og leid ljómandi vel tegar stefnan var tekin á Sudur Ameríku, bara eins og hjá Kólumbusi fordum. Sokkti mér ofan í hugleidingar um hvernig áhofn Kólumbusar leid vid tilhugsunina um ad sigla fram af jardarkringlunni tarna út vid sjóndeildarhringinn.
En svo var bara farid ad skoda hvali. Tad var dálítid af grindhval hér fyrir utan. Mér hefdi nú tótt meira fjor ef tad hefdu verid Faereyingar um bord og vid hefdum farid ad veida.
Jaeja, tad er ekki á allt kosid. En tetta var fínn siglingatúr og ég var svolítid skotin í skippernum. Hann var gamall, grannur og snaggaralegur karl. Langadi mest ad taka hann med mér heim. Hann myndi sóma sér vel austur á Borgarfirdi sem stadarhaldari í Runu og skipper á Klakki NS 4.
Í gaerkvoldi fórum vid og bordudum á ágaetis mensu sem vid vorum búin ad finna. Ég fékk T-bone steik og tetta var eins og steikurnar hjá Steinaldarmonnunum. Á Indlandi hefdi verid haegt ad bjóda allri aettinni í mat, en á Íslandi vaeri tetta kjot handa tveimur til tremur. Ég fékk hins vegar ad sitja ein ad tessari stjóru, stóru kjotsneid.

|

21 mars 2007

Fólkid á strondinni

Hér er allskonar fólk.
Samt mest midaldra og gamalt fólk. Lítid af unglingum.
Í dag sá ég breska konu sem leit út fyrir ad hafa faedst í frekar vondu skapi. Tad var eins og bros hefdi sjaldan brotist út á andliti hennar og fas hennar allt bar vott um litla gledi og stirda lund.
Í gaer sá ég alveg yndislega konu. Hún er orugglega hátt á áttraedisaldri. Hún gekk ein, téttvaxin og bein í baki á sokkaleistunum í fínu bikiníi, fram og til baka í fjorubordinu. Hún var med bardalausan hatt og brosti svo blídlega framan í heiminn.
Svo sá ég afríkanska konu. Hún var med hefdbundid vaxtarlag og notar orugglega fot nr. 20 eins og kvenspaejarinn frá Botsvana. Tessi kona hefur faedst med mikla gledi í hjarta og tar sem vid sátum á útiveitingahúsi tar sem ég var ad gaeda mér á ís, tá fór hún ad dilla sér í takt vid tónlistina á stadnum. Henni var greinilega taktur og tónlist í blód borin og lítil dóttir vinkonu hennar kunni vel ad meta tessa lífsgledi og skríkti af gledi.
Vid erum búin ad spássera hér medfram strondinni í bádar áttir frá hótelinu okkar. Í dag fórum vid langt nordur eftir og í annan hrepp. Tad er allt miklu hreinna og huggulegra hér í okkar sveit en tessari hér fyrir nordan.
En tad gengur allt vel. Skúli og Tóta eru búin ad skrá mig á eitthvad kabarettkvold á laugardag og einhverjar ferdir sem ég er ekki viss hvert verda farnar. Kemur í ljós. Alla vega veit ég ad vid forum hér upp í fjollin ad skoda tjódgardinn teirra Tenerifebúa.

|

19 mars 2007

Samningar í hofn...

... og draumurinn um Skógarkot ad raetast.
Vid erum oll buin ad na saman og eg afhendi Reynivellina 15. maí en fae Skógarkotid mitt afhent fullklarad, buid ad lata renna i badid og laga kaffi, tann 1. ágúst nk.
Ta er tad bara spurningin hvar vid Kolgrima verdum í sumar. Kannski vid forum a vergang eda leggjust bara upp á vini og vandamenn.
Lífid hér á Tenerife af afskaplega ljúft og gott. Hitinn í dag var reyndar full mikill fyrir mig eftir tennan frostavetur og ég hef eitthvad ofbakast.
Í gaerkvoldi fórum vid og horfdum á vatnsorgel, hef ekki séd svoleidis fyrirbaeri sída fyrir morgum árum tegar vid vorum í Hollandi.
Annars gengur tetta líf hér adallega út á tad ad liggja í leti og hreyfa sig sem minnst. Tad er ágaett, strax og ég kem heim byrjar heilmikid pokkunar og hreingerningarstarf.

|

16 mars 2007

Komin i sólina

Ta er madur kominn a strondina.
Allt gengur vel og her er heitt og notalegt. Fullt af Austfirdingum, m.a. Ulfsstadahjonin.
En frettir dagsins: madur bregdur ser ad heiman og ta kemur bara tilbod i husid. Kannski ad tad verdi buid ad selja ofan af manni kotid tegar heim kemur og vid Kolgrima verdum ordnar heimilislausar.
Kemur i ljos.

|

15 mars 2007

Í dag...

... er ár síðan ég hætti að reykja.
... eru 86 ár síðan hún mamma mín fæddist í Vestdal á Seyðisfirði. Núna, eftir viðburðaríka ævi á Borgarfirði eystra, í Reykjavík, Kópavogi og á Egilsstöðum er þessi elska aftur komin til Seyðisfjarðar þar sem hún dvelur á deild fyrir heilabilaða á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Knús og kossar til mömmu.
... er hann Maggi vinur minn fimmtugur. Innilegar hamingjuóskir til hans, en hann tók að sér það ábyrgðarmikla hlutverk að passa elsku dúlluna hana Kolgrímu Högnadóttur meðan ég er í burtu.
... eru að mig minnir 2..051 ár síðan Sesar var drepinn.
... snjóar í Reykjavík og ég er að leggja í ferðalag suður í sólina þar sem ég ætla að vera næstu tvær vikurnar með þeim Skúla og Tótu sem koma fyrir hádegi og sækja mig.
Ég á von á Önnu Berglind og Nonna í morgunkaffi, en á linknum hér til hliðar Lambið mitt, má lesa um mikla ævintýrareisu þeirra skötuhjúa um Reykjanesið á dögunum.

|

14 mars 2007

Ferðalagið hafið

Þá er maður búin að hristast frá Egilsstöðum til Reykjavíkur.
Merkilegt að Flugfélag Íslands virðist vera tekið upp á því að láta vélar sínar fljúga í 14.000 fetum milli þessara staða eins og gert var fyrir 30 árum. Enda fær maður að hristast í það minnsta helminginn af leiðinni. Ég var meira að segja hálf flugveik.
Þetta var 7. flugferðin mín á árinu og ég held að ég hafi aldrei komst yfir 14.000 fet. Ég er persónulega hrifnari af 19 til 20.000 fetum.
Það var svo fínt skrifborðið mitt í vinnunni þegar ég fór, ég vildi að það væri alltaf svona. Eða húsið mitt, allt skrúbbað og skúrað og fínt, ég vildi líka að það væri alltaf svoleiðis.
Eins gott að Kolgríma gangi vel um meðan ég er í burtu.
Ég þarf svo að kynna mér hvenær ég get átt von á Skúla og Tótu á morgun, en þau ætla að sækja mig og sjá um að koma mér á Keflavíkurflugvöll nógu tímanlega í flugið suður í sólina.

|

12 mars 2007

Einn voða sætur

Sáuð þið fréttina af hvolpunum á Miðhúsum?
Þessa frétt hérna:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338229/13
Ekkert smá sætir boltar. Einn þeirra kom í heimsókn í vinnuna til mín í dag því yfirmaður minn fékk sér hvolp.
Ótrúlega falleg skepna, hvolpurinn sko, ég vona að hann komi sem oftast með eigandanum í vinnuna. Svo get ég haft Kolgrímu með mér og þá fer þetta að vera svolítið heimilislegt.

|

10 mars 2007

Bagetabler

Nú þyrfti ég að fá smá skammt af bagetabler.
Það eru töflur sem húsmæður notuðu um miðja síðustu öld til að koma af öllum þeim verkum sem þær þurftu í desember. Skúra, skrúbba, bóna, baka, sauma, skamma og skeina.
Í Háskóla Íslands bruddu menn þessar töflur í prófunum og það þótti ekki meira mál en þegar við fáum okkur hnetur og rúsínur.
Ég hef verið að rífa í hnakkadrambið á sjálfri mér síðan í morgun að það myndaðist smá rifa á augun á mér. Ég var svolítið að spá í að breiða bara sængina yfir haus aftur og láta sem þessi dagur kæmi mér ekkert við.
En það vita nú allir hvað svoleiðis kann góðri lukku að stýra svo ég rak sjálfa mig á lappir, út að hjóla, upp í vinnu og út í búð. Fín sparnaðarleið að fara á hjólinu að versla í staðinn fyrir að fara á station-bíl. Ef ég fer á bílnum þá tíni ég saman alls konar óþarfa en ef ég fer á hjólinu verða innkaupin að miðast við körfuna á stýrinu. Mjög hagkvæmt.
Dreif mig í að þvo gluggana að innanverðu þegar heim kom. Kolgríma var úti í garði og fylgdist með hvort stofugluggarnir væru nógu vel þvegnir.
Best að fara bara aftur út að viðra sig, góður göngutúr virkar örugglega eins vel og bagetablerne.

|

08 mars 2007

Þakklæti

Ég hef verið að velta fyrir mér hugtakinu þakklæti.
Oft er maður þakklátur fyrir eitthvað sem gerist en súr yfir einhverju sem gerist ekki.
Stundum er þetta öfugt, maður er súr yfir einhverju sem gerist en þakklátur fyrir að eitthvað gerist ekki.
Ég er hálf súr yfir að hafa dottið á svellinu sl. sunnudag og er enn aum í vinstri handleggnum. Hins vegar er ég mjög þakklát fyrir að ég skyldi ekki brotna og úr því að ég þarf endilega að vera aum þá er betra að vera aum í vinstri handlegg en þeim hægri þar sem ég er rétthend.
Þetta flokkast víst undir að lifa samkvæmt lífsspeki Pollýönnu. Það þykir ekki gáfuleg heimspeki en hún hentar mér svo ljómandi vel, það er mikil sóun að eyða tímanum í að ergja sig að óþörfu.
Vorið tyllti tánum létt niður á Fljótsdalshéraðið í dag. Um hádegi náði sólin meira að segja að verma loftið svolítið.
Eftir vinnu fór ég í fyrstu hjólaferðina á árinu, göturnar eru orðnar nægilega auðar fyrir reiðhjólin. En það var ansi napurt að hjóla heim aftur móti nístandi vindinum utan af Héraðsflóa.

|

06 mars 2007

Harmsaga ævi minnar

Það er margt búið að drífa á daga mína síðan ég bloggaði síðast.
1. Ég flaug á hausinn og er gul, blá og marin. Tóta og Skúli halda að ég passi ekki lengur í stílinn á ströndinni. Ég get náttúrulega legið undir túrkisbláu laki.
2. Ég steig á vigtina í gær, hefði betur sleppt því - hef verið í þunglyndiskasti.
3. Ég sagði ykkur aldrei frá því að ég fékk lítinn kettling fyrir mánuði síðan. Litla skinnið var ósköp ræfilslegur og horaður. Þetta var lítil læða sem fékk nafnið Kleópatra. Hún var taugaveikluð, með mattan og þurran feld. Ég gerði allt sem ég gat, gaf henni rjóma og leyfði henni að sofa í rúminu mínu en allt kom fyrir ekki. Hún þreifst ekki, ég var með ofnæmiseinkenni og Kolgríma var að verða komin í króníska í fýlu. Í gær horfðist ég í augu við staðreyndirnar og lét svæfa litlu Kleópötru. Það var hræðilega sorgleg ferð á dýraspítalann en Hjörtur og Dana dýralæknar tóku vel á móti okkur og sýndu okkur mikla hluttekningu.
Ég geng um með tárvot augu en Kolgríma malar og malar. Ég ætla aldrei aftur að reyna að hafa tvær kisur.
9 dagar, segi og skrifa níu dagar og þá er ég farin í sólina, hvort sem ég fæ nú að vera í túrkisbláa tankiníinu eða verð að liggja undir laki.

|

01 mars 2007

Strandfatahönnun

Það styttist í að við Tóta og Skúli komumst í sólina.
Við Tóta höfum ráðið okkur sérstakan stílista til að hanna og útfæra strandklæðnað á okkur, við erum jú nútímakonur.
Það kom auðvitað ekki annað til greina en að fá fagmann í verkið, við sem félagar í Gleðikvennafélagi Vallahrepps förum alls ekki að fara út fyrir okkar sveit eins og niðursetningar til fara.
Til verksins var ráðin frú Stefanía Steinþórsdóttir textílkona og vefnaðarkennari á Hallormsstað. Hún ber sem sagt faglega ábyrgð á útliti okkar í útlöndum, við berum samt sjálfar ábyrgð á hegðan okkar.
Þemað í mínum klæðnaði er hvítt og túrkisblátt en þemað í Tótu klæðnaði er rautt og svart.
Sissa, eins og við kjósum að kalla frú Stefaníu, hafði orð á því í gær hvort ekki ætti að hanna lúkk á Skúla. "Á Skúla???" á hann ekki bara svarta sundskýlu til að vera í?
Jæja, við Tóta ákváðum að þemað hjá Skúla gæti verið strandlitaður klæðnaður, til að hann tæki ekki of mikla athygli frá okkur tveimur og svo þessi svarta sundskýla.
Við verðum ógeðslega flottar á ströndinni, já og Skúli verður örugglega flottur líka.
Mikið væri gaman ef hann Jón Guðmundsson fyrrverandi vinur Eymundar í Vallanesi og fyrrverandi barnakennari myndi fá innblástur af því að hugsa um okkur þrjú á ströndinni og myndi mála af okkur eina af sínum glaðlegu vatnslitamyndum.
Færi kannski betur á að mála tvær Jón.

|