31 maí 2006

Óhapp???

Hvað er lögbrot og hvað er óhapp?
Ég sá haft eftir Eyþóri Arnalds á einhverjum netmiðli að hann hafi orðið fyrir óhappi rétt fyrir sveitastjórnarkosningarnar, þegar hann var tekinn fyrir ölvunarakstur.
Þetta hlýtur að vera rangt eftir honum haft. Það fer varla nokkur ábyrgur stjórnmálamaður að kalla ölvunarakstur óhapp.
Það má líka spyrja sig hvar í atburðarásinni óhappið átti sér stað. Var það að hann skyldi neyta áfengis, var það að hann settist fullur undir stýri, var það að hann keyrði á ljósastaurinn eða var óhappið e.t.v. að löggan skyldi stoppa hann?
Ég er líka að velta fyrir mér hvort hér sé um breytta málnotkun að ræða. Má kannski framvegis heyra fulltrúa ákæruvaldsins spyrja ákærða hvort hann eigi þátt í óhappi því sem í ákæru sé lýst og varði við 244. gr. alm. hgl.?
Þetta er obbolítið farið að minna á Kardimommubæinn.

|

30 maí 2006

Danskar mýs

Í gæludýrabúðinni þar sem dónalegu asnarnir bjuggu keypti ég mýs.
Kolgríma og Garpur eru ekki lítið hrifin af nýju músunum. Ég gaf þeim hvoru um sig mjúka brúna mús og það mætti halda að það væri músakjöt innan í þeim. Ég hef aldrei séð þau skötuhjúin leika sér með neitt á þann hátt sem þau hafa leikið með þessar mýs.
Þau veltast um gólfið, halda um mýsnar með loppunum, naga þær og smjatta á þeim. Svo ganga þau um gólf með mýsnar í kjaftinum og Garpur urrar, milli þess sem hann malar. Kolgríma malar bara með sína mús. Hún urrar aldrei.
Garpur er mikill urrari. Þegar hann er að borða góðan mat þá urrar hann meðan hann borðar ef Kolgríma er nálægt matardöllunum.
Það er ekkert að gerast í Skógarkoti. Ég kíkti upp í skóg í gær og það er langt komið að grafa fyrir grunnum einbýlishúsanna ofan við götuna en ekkert farið að eiga við parhúsin neðan við götuna.
Nú þarf ég að fara að eignast nýja vinkonu. Nína er komin í bæjarstjórn og maður veit hvað það þýðir. Ég sé hana ekki fyrr en eftir næstu sveitarstjórnakosningar í fyrsta lagi. Ég veit nú hvernig þetta hefur verið með Önnu systur, ég man varla hvernig hún lítur út, hef varla séð henni bregða fyrir síðasta kjörtímabilið. En nú er hún hætt í bæjarpólitíkinni svo kannski rekst ég á hana á götu einhvern daginn, vona bara að ég þekki hana.

|

29 maí 2006

Heimkoma

Þá er ég komin heim og lífið farið að ganga sinn vana gang.
Þetta var bara hin mesta ævintýraferð og ég lenti í atvikum sem ég hef ekki fyrr lent í á ferðalögum.
Það eru 33 ár síðan ég fór í fyrsta sinn út fyrir landsteinana. Ég veit ekki hvað ég hef oft gengið fram hjá tollvörðum og ég hef aldrei verið spurð að einu eða neinu. Ég hlýt að hafa verið svona sakleysisleg á svipinn. Nema hvað þegar ég kom til landsins og hitti tollverðina þá var ég beðin að sýna hvað ég væri með í pokunum sem ég var með og töskurnar voru gegnumlýstar. Ég er greinilega komin með einhvern harðneskjulegan krimmasvip.
Kettirnir gengu ótrúlega vel um húsið meðan ég var í burtu. Garpur hafði að vísu sporað svolítið hér og þar. Kolgríma sporar ekki svona, hún er líka mun snyrtilegri þegar hún fer á klósettið. Garpur hefur ekki enn lært nógu mikið í hreinlætisfræðum þessi elska.
Kettirnir skiptust á að hnoðast utan í mér í nótt og mala fyrir mig. Greinilega fegnir að fá ráðskonuna sína heim aftur og aukna heimilisþjónustu.
Annars gekk kattapössunin hjá Elvu og fjölskyldu bara vel þar til daginn áður en ég kom, þá sluppu kettirnir út og Elva var ekki viss um hvort guli kötturinn sem hún náði og setti inn væri Garpur eða ekki Garpur svo það var svolítil spenna í loftinu þegar ég kom heim hvort réttir kettir væru í húsinu eða ekki.

|

26 maí 2006

Ferdalok

Jæja, ta er tessari Jotlandsdvol ad ljuka.
Tegar folk heima a Islandi fer ad opna augun i fyrramalid verdum vid Jenny, Sila og Kristin Rut a ferd med lestinni fra Hurup sudur til Kaupmannahafnar.
Jenny fer ut a Kastrup og flygur til Kritar en vid Sila og Kristin Rut ætlum nidur i Nyhofn, gæda okkur a is, skoda mannlifid og sporta okkur a Strikinu tar til eg tarf ad koma mer ut a Kastrup annad kvold og taka flugid heim.
Hlakka til ad koma til Koben og vedurspain segir sol og blida.

|

25 maí 2006

Danskt sidferdi

A leidinni til Lemvig um daginn blasti vid undarleg sjon.
Hopur af karlmonnum hafdi hoppad ut ur litlum rutukalfi og stod tarnar i vegkantinum og sprændi i sma runna vid veginn. Vid ætludum ekki ad trua okkar eigin augum. 10 kraftmiklar hlandbunur vid tjodveginn.
I dag forum vid til Tysted og ta blasti ekki vid betri sjon. Vid litinn dyragard og gæludyrabud a leidinni voru asnar ad gera do, do bara si svona vid tjodveginn. Madur bara krossar sig i bak og fyrir og spyr hvers konar sidferdi rikir her a Jotlandi.
En eg let tetta ekki aftra mer fra tvi ad fara inn i gæludyrabudina til ad kaupa gjafir handa Kolgrimu og Garpi sem eru heima ad passa husid. Litrikar mys og nyjar halsolar.
A morgun forum vid til Struer. Vona ad eg sjai ekkert sidferdislega sjokkerandi a leidinni.

|

Himmelfartdag

Nu hafa bæst vid tvær kvinnur fra Islandi.
Tad eru tær mædgur Sila og Kristin sem komu med lestinni fra Kaupmannahofn i gær. Karitas dottir Jennyjar er ad fara a koramot i Odinsve og tegar hun er farin forum vid kvinnur a antikmarkad ut i sveit.
Tetta er meira eins og ad vera a fermingastulknamoti en samkomu fimmtugra kvenna. (Til ad fyrirbyggja misskilning, tad eru morg ar tar til eg verd fimmtug, næstum 3 ar, eda alla vega a tridja ar)
Solin skin og dagurinn lofar godu.

|

23 maí 2006

God bok

I Keflavik keypti eg bok til ad hafa a ferdalaginu.
Hun heitir Flugdrekahlauparinn og er eftir Khaled Hosseini.
Eg veit ekki hvenær eg las sidast bok sem fangadi mig a tann hatt sem tessi gerir. A henni eru umsagnir hinna og tessara gagnrynenda eins og er oftast tegar bækur eru komnar i kilju. A tessari er ekki ein umsogn sem er ordum aukin.
Lifid her er luxuslif. I gærmorgun satum vid Jenny uti i solinni a nattfotunum og drukkum morgunkaffid. Vid gerum tad reyndar ekki i dag tvi tad er ad stytta upp eftir næturrigningu og allt blautt uti.
Vid forum til Lemvig i gær og tangad fannst mer mjog gaman ad koma tvi fyrir nokkrum arum las eg bok og sogusvidid var Lemvig og nagrenni um 1900. Vid fundum okkur veitingahus nidur vid hofnina og tar var mjog fallegt utsyni. Gamlir eikarbatar og skutur vid bryggju og i skogivoxnum hlidum upp fra sjonum voru falleg og reisuleg hus.
A ferdum okkar i gær okum vid fram hja gulum og grænum okrum, fallegum trjagrodri i sumarbuningi og vida voru fallegar kyr og undarlegar kindur a beit.

|

22 maí 2006

Ad komast ur landi

Tetta byrjadi allt a Egilsstadaflugvelli.
Eg sat tar og beid eftir fokkernum sem eg atti ad fara med til Reykjavikur. Kemur ta ekki nidur ur skyjunum flugandi furduhlutur, hægfara og minnti helst a feitan Dornier. Tegar tetta var lent a vellinum sa eg ad tad stod Air Inut a skrokknum.
Jesus minn, atti eg ad fara med tessu. En mer til mikillar anægju kom fokker fra Flugfelagi Islands innan stundar og eg for med honum sudur.
I flugrutunni a leidinni til Keflavikur var eg ad hugsa um hvad tad væri nu ordinn mikill barnaleikur ad bregda ser til utlanda. I gamla daga turfti ad fylla ut alls konar pappira og sækja um einhverja gjaldeyrislus sem var skommtud eins og skitur ur hnefa. Eg man ad vid Finnur komum fra Tyskalandi fyrir aldarfjordungi og tegar vid lentum i Keflavik voru heil 20 mork eftir i buddunni.
En eg var sem sagt ekki med eina dansk kronu i buddunni og var a leid til Danmerkur.
Tegar til Keflavikur kom upphofust alls konar undarlegheit. Tad var ekki hægt ad boka sig inn, eg helt ad tad væri alltaf hægt. Turfti ad bida i klukkutima.
Svo var verid af vinna ad breytingum i flugstodinni og madur ma bara takka fyrir ad komast upp i frihofn. Tad hafdist og fyrst tegar komid er i frihofnina eru hlutirnir svona nokkurn veginn eins og teir hafa verid en svo bra eg mer i bokabudina og ta turfti eg ad fara allan terminalinn a enda og svo til baka aftur. Ta kom a moti mer kona med brjalædisglampa i augum og sprudi hvort eg hafi verid ad koma. Eg utskyrdi hvadan eg var ad koma og reyndi ad roa konuna og spyrja hvad amadi ad. Nu hun var ad koma til landsins og vissi ekki hvernig hun ætti ad komast afram i tessum frihafnarfrumskogi. Mer tokst ad hjalpa konunni ad finna hvar komufartegar ættu ad fara og tok ta eftir tvi ad tad var heill hopur af radviltum komufartegum sem fylgdu okkur. Heathrow er barnagæla vid hlidina a Keflavik.
Tar sem eg sat i terminalnum og beid eftir ad hleypt yrdi inn i velina kom hopur af bandrikjamonnum gangandi og eg heyri ad einn teirra segir "It is the new Icelandair exersise program."
En hvad um tad, eftir alls konar ævintyri komst eg upp a hotel i midborg Koben og sofnadi upp a hanabjalka vid Istedgade vid regnid a takinu og ominn fra gotunni.
Er nu i godu yfirlæti hja Jennyju, Gumma og Karitas vestur a Jotlandi og vid Jenny erum ad fara til Horup ad budast.

|

17 maí 2006

Hárgreiðslukonan mín ...

... er engill.
Í tilefni af því að ég er að fara til Danmerkur þá ákvað ég að láta gera allt það sem í mannlegu valdi stendur til að ég líti þokkalega út þegar til kóngsins Kaupmannahafnar kemur. Ég verð reyndar bara í einn dag Köben og fer svo norður á Jótland, en auðvitað verður maður að líta vel út ef maður skyldi fá sér einn spássara niður Strikið.
Nú, ég var auðvitað búin að panta mér tíma í klipp og stríp fyrir löngu, ég panta alltaf nýjan tíma þegar ég yfirgef stofuna. Ég átti pantaðan tíma þann 18. maí kl. 15.00, en svo hafði ég týnt tímaspjaldinu (af því ég keypti mér nýtt veski og allt snyrtibókhaldið fór í vaskinn). Svo var ég ekki viskulegri en það að ég pantaði mér tíma í extrem makeover á snyrtistofunni kl. 15.00 þann 18. maí 2006.
Ein voða vitlaust. En Anna Alexanders er engill og hún auðvitað reddaði málunum og tók mig í yfirhalningu í dag. Svo fer ég í andlitsmeðferð á morgun.
En þess má geta að það kom kona norðan úr landi upp í vinnu í gær og hún fór að segja mér frá því að á Húsavík væri lýtalæknir sem kostaði kúk og kanel (eða skid og ingenting) að fá útlitsbreytingu hjá. Veit ekki af hverju konunni datt í hug að vera að segja mér frá þessu. Ég ætti e.t.v. að skoða mig betur í speglinum.

|

16 maí 2006

Stúdentsafmæli og vöðvabólga

Í dag eru 25 ár frá því að ég varð stúdent.
Eftir útskrift buðu pabbi og mamma okkur Finni og Gunnhildi að borða í Grillinu á Hótel Sögu. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan við sátum þarna fimm og áttum saman huggulega kvöldstund.
Í gærmorgun mætti ég í íþróttahúsið kl. 6.30. Ég var stálslegin og kenndi mér einskins meins. Var bara eins og maður segir við hestaheilsu. Tók ótrúlega vel á í spinningtímanum og að honum loknum fór ég eins og venjulega upp og skipti um skó. Eins og venjulega settist ég á bekkinn framan við afgreiðsluna og spjallaði við þessa morgunhana sem eru fastagestir í íþróttahúsinu.
Pétur læknir sat við hliðina á mér og ég vissi ekki betur en að ég væri hraust og heilbrigð.
Veit ég þá bara ekki fyrr til en Steini Óla kemur aftan að mér og ætlar að vera hufflegur og gefa mér axlanudd. Það voru engin vettlingatök viðhöfð enda maðurinn rammur að afli. Ég hélt hann ætlaði bara að kremja á mér vöðvana. Ég var viss um að mín síðasta stund væri upp runninn. Mér er enn illt í öxlunum.
Ég sem sagt yfirgaf íþróttahúsið yfirkomin af vöðvabólgu sem ég hef ekki fundið fyrir í mörg ár. Steini hefur vakið upp af dvala einhver bólgufjanda eða bara komið þessu fyrir í öxlunum á mér.

|

14 maí 2006

Vorhreingerning

Í dag er tiltektardagur á Egilsstöðum.
Allir garðeigendur eru úti að taka til í kringum húsin sín.
Í tilefni dagsins tók ég jólaseríuna úr elritrénu framan við húsið. Ekki seinna vænna þar sem tréið er að byrja að laufgast.
Það flaug heill flokkur af lóum yfir húsið mitt í dag, örugglega 20 lóur. Ég vissi ekki að þær færu saman í hópum, mér hefur hingað til virst að þær væru hálfgerðir einfarar.

|

13 maí 2006

Útrunninn passi

Þá erum við kisa búnar að setja húsið á sölu.
Var samt að fatta að það er kannski ekki sérlega viskulegt að setja húsið á sölu og fara svo af landi brott.
Ég ætla að bregða mér til Danmerkur og dvelja eina viku á Jótlandi.
Vegabréfið mitt er útrunnið. Ég hef einhverja sérstaka hæfileika að athuga um vegabréfið mitt á síðustu stundu. Mátti þakka fyrir það þegar ég fór til London fyrir 10 árum að ég hafði gildan passa í höndum. Ég sá að fólk kom til sýslumanns að endurnýja passa og þá fattaði ég að ég þyrfti e.t.v. að gera slíkt hið sama og rétt slapp fyrir horn. Þá fékk ég einmitt þetta vegabréf sem var að renna út í síðasta mánuði.
Síðast þegar ég fór út fékk ég hland fyrir hjartað og fór að leita að passanum nokkrum dögum fyrir brottför og svo fór ég í það í gær að finna passann og þá er hann bara útrunninn. Það er víst hægt að redda málinu með framlengingarstimpli. Ekki þar fyrir maður þarf ekki passa þegar maður fer til Danmerkur en ég fer ekki passalaus úr landi.

|

08 maí 2006

Sumir dagar ...

... eru betri en aðrir.
Dagurinn í dag var einn af þessum afbragðs góðu dögum. Heitt og notalegt og yndislegt veður til að hjóla. Ég er svo ánægð með að vera búin að fá hjól, sem mun vera þriðja hjólið sem ég kaupi mér á 28 árum.
Eftir að Dandý á fasteignasölunni var búin að koma og mynda húsið að utan og innan, skrifa niður alls konar upplýsingar og skoða leigjandann, þá fór ég niður á fasteignasölu og hitti verkfræðingana, arkitektinn, byggingaverktakann og lögfræðinginn minn og lögð voru lokadrög að Skógarkoti. Ég vissi nú ekki að það þyrfti svona marga til að byggja draumahúsið mitt, en það eru ótaldir allir iðnaðarmennirnir. Þetta verður múgur og margmenni, kannski að einn þeirra geti bara fylgt húsinu.
Matarboðið á laugardaginn heppnaðist vel. Jón og Kristín komu færandi hendi, Kristín færði mér fínerí í eldhúsið en Jón færði mér bókina sem hann sagði frá í kommentum í síðust eða næst síðustu færslu. Eitt gott ráð til kvenna sem eiga kött: Ef þú átt kött og hann er öfugur - snúðu honum þá við (það stendur ekkert um opinbera birtingu eða afritun í bókinni).
Bókin er byggð upp þannig að á hverri opnu er eitt ráð og eru þau í stafrófsröð, ráðið hér fyrir ofan var á blaðsíðu E. Aftan við ráðin eru blaðsíður undir símanúmer og þar á ég að skrifa niður símanúmer hjá öðrum kattaeigendum, dýralækninum, kattavinafélaginu og þessa háttar mikilvæg símanúmer. Svo fylgdi bókinni mjög gagnlegt nafnspjald, en förum ekki nánar út í það.
Gestirnir voru samtals 10 og það var setið og etið og spjallað og hlegið fram að miðnætti.
Það er sem ég segi, sumir dagar eru betri en aðrir.

|

06 maí 2006

Vor í lofti

Ég þykist vera að gera helgarhreingerninguna.
En í rauninni er ég úti að hjóla. Ég er nefnilega búin að fá nýtt rautt hjól. Ég gaf sjálfri mér það í tilefni gærdagsins en þá voru 4 ár síðan mikil straumhvörf urðu á lífi mínu, breytingar til hins betra.
Ég er búin að úthugsa alls konar smáerindi út um bæinn og fer á hjólinu að sinna þeim, einu erindi í einu svo ég geti farið margar ferðir.
Í morgun vantaði mig handsterkan mann til að losa upp tvær skrúfur á hjólinu af því ég þurfti að festa körfu framan á hjólið. Ég hjólaði til þeirra "feðga" Garps og Magga til að fá aðstoð. Garpur litil var nú bara í mesta sakleysi að njóta sólarinnar og klifra í 40 cm háum runnum í garðinum heima hjá sér þegar grimmur hundur kom hlaupandi og réðst á Garp. Þetta voru ljótu aðfarirnar. Hundurinn var skammaður heim til sín bölvaður óþokkinn. Hann hefði samt átt verra skilið.
Garpur greyið sem allt í einu var orðinn tvöfalldur að umfangi af því að hárin risu svo rosalega, var lengi að jafna sig og ég er viss um að hann dreymir þennan hundskratta næstu daga og nætur. Vita menn ekki að lausaganga hunda er bönnuð hér á Egilsstöðum.
Jæja en sólin skín og Kolgríma er búin að hjálpa mér að hengja út þvottinn. Hún var á flugnaveiðum úti í garði í morgun og hún er kát yfir að vorið skuli vera komið. Eins gott að hún láti fuglana í friði. Þeir sem ekki hafa þurft að þrauk af veturinn hér heima eru búnir að leggja á sig mikið erfiði að fljúga hingað til okkar svo það er fúlt að verða svo ketti að bráð.

|

03 maí 2006

Ömurlegur dagur

Dagurinn í gær var sá ömurlegasti á árinu og þótt lengra sé litið.
Það gekk allt á afturfótunum. Ég gleymdi vinnulyklunum bæði um morguninn og í hádeginu og þurfti að fara heim og sækja þá. Vinnunágrannar mínir gleymdu sínum lyklum líka svo það var ekki einu sinni hægt að leita aðstoðar hjá þeim.
Fjármálaráðherra ákvað að spara ríkisútgjöld með því að greiða mér ekki yfirvinnuna. Í Kaupfélaginu voru svo langar biðraðir við kassana í hádeginu að annað eins sést þar ekki nema um jólin. Verslunarstjórinn ákvað að nota tækifærið og kenna nýju starfsfólki á kassana á þeim tíma sem fleiri en tveir eru að versla í búðinni. Við sem vorum að nota matartímann í verslunarferð vorum u.þ.b. að fara á límingnum.
Svona hélt allt áfram til kvölds. Ég var alveg hársbreidd frá því í gærkvöldi að fá mér að reykja, það eina sem bjargaði því var að ég átti nikótíntyggjó sem ég ákvað að athuga hvort virkaði og guði sé lof þá var það svo.
Eina skemmtilega við daginn í gær var að Ronald kom á litla Mini-inum til mín og fékk lánaðan ísskáp í nýju íbúðina. Ísskápurinn rúmaðist vel í bílnum hjá honum svo nú á Ronald fullan ísskáp af köldum bjór, eða mjólk eins og hann kaus að kalla það í mín eyru - en hvaða Þjóðverji tekur mjólk fram yfir bjór?

|

01 maí 2006

Karlkyn

Það sem köttum dettur í hug !!!
Ég segi bara að það er eins gott að karlmenn hegða sér ekki eins og fresskettir.
Kolgríma dró heim með sér í gær einhvern stóran gulan dela, sem gekk hér um hvæsandi eins og hann hefði eitthvað hér á þessu heimili að segja. Ég auðvitað rak dónann bara út. Nema hvað, haldið þið ekki bara að hann hafi náð að bregða sér inn í þvottahús og þvílíkt merkja sér svæðið.
Fýlan, ég hélt ég myndi æla. Ég dró fram Ajax og svo var mér ráðlagt edik en til öryggis sprautaði ég úr hálfu glasi af frönsku ilmvatni og hafði þvottahúsgluggann vel opinn, samt ekki svo vel opinn að þessi köttur færi að koma aftur inn.
Ég held að lyktin sé bara næstum farin. En ef þessi köttur á eftir að koma nálægt mér aftur þá á hann ekki á góðu von.

|