Kolgríma skottbrotna
Ekki veit ég hvað kom fyrir hana Kolgrímu.
Enn síður veit ég í hvers konar félagsskap hún er farin að halda sig.
Ætli það hafi ekki verið á sunnudaginn sem ég tók eftir því að hún var með lafandi skottið og það mátti ekki koma við það. Hún hefur verið hálf pirruð og greinilega liðið illa í skottinu í kvöld.
Í gærkvöldi kom hún bjöllulaus heim. Það vantaði á hana allar þrjár bjöllurnar. Hún fær ekki að fara út fyrr en ég er búin að bæta úr því en ég hef verið á Borgarfirði í dag og ekki komist í búð.
Nú eru fuglsungarnir komnir á kreik og hún Kolgríma fær sko ekki að stunda ungaveiðar.
Hún hefði bara átt að láta bjöllurnar eiga sig, þá sæti hún ekki í stofufangelsi núna.
Annars er hún auðvitað voða góð þessi elska og liggur hér á bakinu og bíður eftir mallanuddi.